Beiðni um Aðgang
Auðlindin sem Íslenskir Rafrænir Rannsóknarinnviðir (IREI) bíður upp á er aðgengilegt fyrir íslenska háskóla og ríkisreknarstofnanir. Vísindamenn í sjálfstæðum rannsóknarstofnunum geta einnig fengið aðgang, með því skilyrði að rannsóknir þeirra séu fjármagnaðar með opinberum styrkjum.
Hægt er að sækja um aðgang á tvo vegu, annaðhvort með því að vera í samstarfi í gegnum innviðasjóð eða að leiðbeinandi/yfirmaður sendir inn formlega umsókn í gegnum þjónustugátt HÍ, hér.
Formleg umsókn þarf að innihalda upplýsingar um verkefnið, áætlaður tími hvenær það klárast og hvaða hugbúnað og kerfi eru nauðsynleg til þess að klára verkefnið.
Lengd aðgangs getur aldrei farið uppfyrir þrjú ár. þegar aðgangstíminn er að koma á enda þá getur yfirmaður sótt um endurnýjun .Erlendar stofnanir geta sótt um aðgang í allt að 6 mánuði að því gefnu að þær séu í samstarfi við íslenskar rannsóknarstofnanir.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
Ef þú telur þig þurfa meira en 2TB af gagnaplássi þá þarf að taka það sérstaklega fram og útvega stuttan rökstuðning á þeirri beiðni.